



HÉR FINNUR ÞÚ EINSTAKLEGA ÖFLUG
NÁMSKEIÐ, FYRIRLESTRA, PEPP OG HUGARÞJÁLFUN
FYRIR FYRIRTÆKI, ÍÞRÓTTALIÐ & EINSTAKLINGA SEM VILJA TOPP LIÐSANDA, HÁMARKS FRAMMISTÖÐU OG ÁNÆGJU

Þjónustan:




5 góðar ástæður til að fá Bjartur Guðmundsson hjá Optimized Performance til að hrista upp í hópnum, efla andann og skapa samstíga og sterkari liðsheild. 1️⃣ Aðferðir sem virka strax: Ég kenni aðferðir sem byggja á jákvæðri sálfræði, afrekssálfræði, taugavísundum og eigin reynslu. Sjálfur lærði ég aðferðirnar af Tony Robbins en hann kallar þær "State management for peak performance" & "Neuro-Associative Conditioning (NAC)" Þetta eru aðferðir sem hjálpa fólki að uppfæra viðhorf sín og stíga inn í sitt „Óstöðvandi flæði ástand“ þar sem frammistaða, árangur og ánægja hámarkast. "Óstöðvandi tilfinningaástand" er ástand þar sem við erum full af trú og trausti gagnvart sjálfum okkur, full af eldmóð og ástríðu með vænan dass af náungakærleika í hjarta. Hvort sem það er fyrir mikilvægan fund, stórt verkefni, íþróttakeppni eða einfaldlega til líða vel og skapa jákvæða stemningu í hópnum. Þá er öflugt tilfinningaástand lykillinn. 2️⃣ Stíll sem kveikir áhuga og hreyfir við fólki: Námskeiðið er ekki bara fræðandi, það er líka STÓR SKEMMTILEGT og hefur áhrif því það hreyfir við viðhorfum fólks um eigin getu og möguleika. Stíllinn minn og framsetning eru orkumikil, full af húmor, óvæntum uppákomum. Ég tryggi að athygli þátttakenda sé með frá fyrstu mínútu og að allir fái bæði innsýn og innblástur sem kveikir löngun til að prófa aðferðirnar strax og nota þær síðan í lífinu, vinnunni, íþróttunum til að líða betur og ganga betur. 3️⃣ Reynsla sem skilar árangri: Frá árinu 2016 hef ég unnið með hundruðum fyrirtækja, hópa, íþróttaliða og einstaklinga til að hámarka frammistöðu, árangur og ánægju. Ég hef einnig aðstoðað fjölda fólks við að vinna úr áföllum, eyðileggjandi hugarfari, hamlandi sjálfsmynd, samskiptaerfiðleikum og að brjótast í gegnum hindranir sem vitust óyfirstíganlegar. Ég þekki ákveðeðnar leiðir sem virka fyrir alla, því þótt við séum öll ólík þá göngum við fyrir sömu drifkröfutm, stýrumst af viðhorfum og erum öll að reyna lágmarka sársauka & í leit að vellíðan . Aðferðirnar sem ég miðla virka ekki bara í kennslubókum, heldur í raunheimum. 4️⃣ 100% ánægjuábyrgð Ef þú sem kaupir 3 klst. námskeið og ert ekki fyllilega ánægð/ur, þá borgarðu ekki krónu. Þetta er einfalt loforð sem ég get gefið af því að ég veit að innihaldið og upplifunin virkar. 5️⃣ Upplifunin af námskeiðinu snertir og opnar hjartað, herðir viljann og kveikir í ástríðu, bústar trú á getu. Þú og þinn hópur skiptir mig máli, ykkar vellíðan og árangur skiptir mig virkilega máli. Fyrir mér eru námskeiðin svo miklu meira en vinnan mín, þetta er það sem ég stend fyrir, að vera byr í segl sem allra flestra sem vilja auka lífsgæði sín. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hjálpa fólki í erfiðustu aðstæðum lífs síns, að snúa við blaðinu og finna leið til að nýta innri styrk sinn. Hvort sem markmiðið er að takast á við áskoranir eða að taka árangurinn upp á næsta stig, þá er markmið mitt alltaf það sama: að þú og þinn hópur farið út með orku, trú á sjálfum ykkur og verkfæri sem virka. 💬 Fyrir hverja? Námskeiðin mín, fyrirlestrar og einkatímar eru fyrir fyrirtæki, vinnustaði, íþrótta lið, íþróttafólk og einstaklinga sem vilja kraftmikla eflingu, rífa upp vinnuandann eða samstillta liðsheild Íþróttalið sem vilja ná nýjum hæðum í frammistöðu Leiðtoga og söluteymi sem vilja hámarka árangur og njóta þess að hafa áhrif á jákvæðan hátt. Einstaklinga sem vilja auka lífsgæði og vellíðan. Bókaðu kynningarfund Við tökum stemminguna og vinnuandann upp á næsta stig. Fundurinn er alltaf skemmtilegur, hvetjandi og skilur eftir sig verðmæti hvort sem við endum í samstarfi eða ekki. Kær kveðja, ástríða og eldmóður, Bjartur Guðmundsson


Góða stuffið:
Góða-stuffið samanstendur af hugarþjálfunar verkfærum, upptökum af námskeiðum og glærum á íslensku og ensku. Ef þig langar að líða betur og ganga betur þá er góða-stuffið fyrir þig. Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að skoða og prufa. Þú þarft að skrá þig inn með netfangi, gegnum google reikning eða facebokk reikning. Mundu að þetta er efni sem getur raunverulega breytt leiknum í lífinu ef þú notar það.

HAFA SAMBAND
Tíminn til að taka áhrifaríkt & skemmtilegt skref í átt að því sem þig dreymir um er núna! Heyrðu endilega í mér til að bóka námskeið, pepp eða einkatíma. Skemmtilegasta leiðin til að skoða þetta betur er einfaldlega að hringja lóðbeint og taka gott samtal :) Síminn hjá mér er 6607724 Svo getur þau líka sent mér tölvupóst á netfangið bjartur@optimized.is eða fundið mig á Facebook og send á mig skilaboð.


Um Bjart Guðmundsson & Optimized performance
Bjartur Guðmundsson er menntaður leikari sem starfar nær eingöngu sem fyrirlesari og frammistöðuþjálfari / markþjálfi. Hann varð snemma forvitinn um drifkrafta mannlegrar hegðunar og hefur lengi velt því fyrir sér hvers vegna sumum virðist líða betur og ganga betur en öðrum þrátt fyrir mótlæti og áskoranir. Eftir að Bjartur útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2009 upplifði hann á eigin skinni hve gríðarleg áhrif hugarfar og líðan spila þegar kemur að frammistöðu, árangri og ánægju. Í leit sinni að öflugum aðferðum til að byggja upp hugarfar sem gæti fært honum velgengni á sviði leiklistar, uppgötvaði hann ákveðin lögmál sem liggja að baki allri frammistöðu, árangri og lífshamingju, óháð því á hvaða sviði draumar fólks liggja. Þessar aðferðir notaði Bjartur á sjálfan sig með góðum árangri og og fór fljótlega að kenna þær gegnum fyrirlestra og námskeið en jákvæðu áhrifin sem það hafði á annað fólk voru oft á tíðum svo mögnuð að námskeiðahaldið varð að algjörri ástríðu. "Síðan 2016 hef ég haldið á milli þrjú og fjögurhundruð námskeið og fyrirlestra fyrir fjölda fyrirtækja og vinnustaða við frábærar undirtektir. Þá hafa fleiri hundruð ánægðir einstaklingar sótt hin ýmsu námskeið hjá mér á eigin vegum enda skila Optimized aðferðirnar raunverulegum árangri þegar kemur að því að efla viðhorfa og líðan einstaklinga, byggja upp sterka liðsheild og hámarka frammistöðu. Ég heiti Bjartur Guðmundsson og er menntaður leikari frá Listaháskóla Íslands. Ég hef ströglað við lífið eins og allir sem ég hef kynnst en það ströggl varð til þess að ég stofnaði Optimized Performance 2016 en þá hafði áhugi minn á mannrækt og árangursfræðum staðið yfir í 6 ár. Hugmyndin með Optimized var að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum að hámarka frammistöðu, velgengni og vellíðan með því að virkja enn betur það sem ég trúi að sé sterkasta afl manneskjunnar, tilfinningarnar. Leiðin sem varð fyrir valinu var bjóða upp hin ýmsu námskeið í tilfinningastjórnun (e. State management) sem byggir meðal annars á jákvæðri sálfræði, taugasálfræði, atferlisfræði, Íþróttasálfræði, NLP og leiklist. Í dag hef ég unnið með fjölda fólks sem spannar frá grunnskólanemum til stjórnenda stórra fyrirtækja við frábærar undirtektir. Ég hef fengið að hjálpa fólki að vinna bug á sálrænum áskorunum eins og fóbíum, þunglyndi, sjálfsvígshugsunum, erfiðum áföllum, og lágu sjálfsmati. Á hinn pólinn hef ég fengið að hjálpa fólki við að taka velgengni og vellíðan upp á hærra plan með því að byggja upp enn öflugri viðhorf og bæta daglega líðan. Ástæðan fyrir að ég hef verið þeirrar blessunar aðnjótandi að hjálpa öðrum er ekki sú að ég sé með öll svörin eða lifi fullkomnu lífi. Þvert á móti eru það mínir eigin brestir og erfiðleikar sem hafa knúið mig til að leita leiða sem virka og ástríða mín fyrir að deila, kenna og þjálfa á auðmjúkan og manneskjulegan hátt með húmor að leiðarljósi. Það sagði enginn að lífið yrði auðvelt en við getum gert það skemmtilegt um leið og við leitumst við að verða allt sem við getum orðið. Hugsjón Optimized Performance er að gera heiminn ögn betri með því að vera byr í segl þeirra sem sækjast eftir bættri líðan og leiðum til að yfirstíga hindranir á vegferð sinni hver sem hún kann að vera. Ég er þakklátur fyrir alla sem hafa hjálpað mér á minni vegferð og tekið þátt á einn eða annan hátt í uppbyggingu Optimized Performance. Þið vitið hver þið eruð. Ég er líka ofboðslega þakklátur fyrir alla þá vönduðu og hugrökku einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með. Það hefur verið magnað að kynnast því frábæra fólki sem hefur komið á námskeið til mín eða í einkatíma. Ég trúi því að það sé alltaf til leið ef við erum ákveðin í að finna hana og oftar en ekki er það þetta viðhorf sem einkennir þá sem leita leiða eins og þeirrar sem ég býð uppá. Takk fyrir að velja Optimized Performance og trúa á óvenjulega nálgun í átt að betra lífi."
